Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er reiknað út hlutfall álagðs virðisaukaskatts og afturreiknaðs? (24,5% verða 19,68%)?

Virðisaukaskattur leggst ofan á verð vöru og þjónustu. Skattþrepin eru tvö, 24,5% og 14%. Ef við tökum sem dæmi vöru í hærra skattþrepinu sem seljandi vill fá 1.000 krónur fyrir þá verður útsöluverð hennar, með 24,5% virðisaukaskatti, 1.245 krónur. Þetta má til dæmis reikna með því að margfalda 1.000 með 1+24,5...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heiti hestsins?

Latneska heitið á hesti er Equus caballus. Hestar eru hófdýr af ættinni Equidea en fræðimenn telja að tegundir af þeirri ætt hafi fyrst komið fram fyrir um 50 milljón árum. Frumhesturinn var ólíkur þeim hestum sem við þekkjum í dag. Hann var mjög smávaxinn, aðeins um 30-60 cm á hæð. Hægt er að lesa meira um hes...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?

Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946. Að baki liggur danska orðið formørke í sömu m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er þversumma?

Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er 6: 6, 16: 1 + 6 = 7, 306: 3 + 0 + 6 = 9 og 1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22 Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar brauð er ærláfubrauð?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nýlega rakst ég á orð sem ég er ekki kunnugur úr sóknarlýsingu prests á Norðausturlandi um ca. 1780. Þar stóð: „Fyrir prestinn var borið nýbakað ærláfubrauð". Ekki getið þið útskýrt þetta orð 'ærláfubrauð'? Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:873) er við flettiorðið láfa ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er talað um að kyrkja þegar einhver er tekinn hálstaki?

Sögnin að kyrkja merkir að ‘kæfa einhvern, drepa einhvern með því að taka um háls hans og stöðva öndunina, taka einhvern kverkataki’. Hálsinn að framanverðu, hornið milli höku og háls, nefnist kverk og sé tekið fyrir kverkarnar á einhverjum nær hann ekki andanum, hann kafnar, hefur verið kyrktur. Hálsinn að fr...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á flensu og COVID-19?

Verulegur munur er á flensu og COVID-19 - það er engan veginn hægt að segja að COVID-19 sé eins og hver önnur flensa, enda um tvo aðskilda sjúkdóma að ræða sem orsakast af tveimur gjörólíkum veirum. Þegar nýr faraldur smitsjúkdóms greinist er gjarnan horft um öxl og fyrri faraldrar skoðaðir. Þetta getur verið gagn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist ef maður missir þráðlausan síma eða farsíma ofan í baðkarið til sín? Fær maður straum?

Venjulegir símar eru ekki vatnsheldari en svo, að vatnið kemst fljótlega að spennuhafa hlutum, til dæmis snertunum við rafhlöðuna. Strangt til tekið er svarið því já, en í daglegu tali þýðir orðalagið "að fá straum" að viðkomandi finni fyrir honum. Það er ólíklegt í þessu tilviki. Við algenga rafhlöðuspennu getur ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?

Ég reikna með að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort mikilvægt sé að hafa eitthvað til að borða meðan maður er í skólanum. Þekking okkar, byggð bæði á reynslu og rannsóknum, segir okkur að mataræði skiptir mannveruna mjög miklu hvað heilsu og velferð varðar. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að þeim sem haf...

category-iconTrúarbrögð

Er himnaríki til?

Hvað er átt við með orðinu Himnaríki? Kristin trú, sem upprunnin er meðal Gyðinga, varð fyrir miklum grískum áhrifum. Meðal Grikkja, og víðar, var himinninn tákn frjósemi og hins guðdómlega (enda berst rigningin frá himninum og þar stendur sólin og þannig veitir himinninn gróandann). Stjörnur himinsins báru meðal ...

category-iconJarðvísindi

Er einhver möguleiki á að olía finnist innan efnahagslögsögu Íslands?

Sagt er að snemma á öldinni hafi breskur jarðfræðingur, sem var að störfum í Austurlöndum nær, lýst því yfir að þar væri engin olía og að „hann skyldi sjálfur drekka hvern þann olíudropa sem þar kæmi úr jörðu." Yfirlýsing hins ógetspaka jarðfræðings var vafalaust í samræmi við þáverandi þekkingu manna, og út frá n...

category-iconHeimspeki

Er gott að trúa á Jesú?

Í þessu svari er gert ráð fyrir að átt sé við hvort trú á Jesú geri mann að betri eða hamingjusamari manneskju. Sumt fólk sækir styrk í trú sína og finnst trúin gera það að betri manneskjum. Því finnst trúin veita huggun í heimi sem oft getur virst harðneskjulegur og það lítur á trú á Jesú sem leiðarljós í lífi...

category-iconFöstudagssvar

Hefur villuboðið: "ERROR: Keyboard not attached. Press F1 to continue" komið fram í einhverju stýrikerfi?

Þrátt fyrir mikla leit höfum við ekki fundið öruggar heimildir fyrir því að þetta sé til. Hins vegar er spurningin náttúrlega dæmi um hroka okkar mannanna gagnvart eigin sköpunarverki okkar, tölvunum. Svona teljum við okkur óhætt að gera grín að þeim í trausti þess að þær geti ekki svarað fyrir sig að eigin frumkv...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið „jól“ og úr hverju er það myndað?

Orðið jól kemur þegar fyrir í heiðnum sið og var þá notað um miðsvetrarblót, sólhvarfahátíð. Síðar þegar kristni barst til Norðurlanda og fæðingar Krists var minnst á svipuðum tíma færðist heitið á heiðnu hátíðinni yfir á þá kristnu. Í færeysku er notað jól, í dönsku, norsku og sænsku jul. Í norsku er jol uppr...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Getur mannsaugað greint gervihnetti í kíki á jörðu niðri?

Hér er einnig svarað spurningu Friðjóns Guðjohnsen: Er möguleiki að sjá gervihnetti með berum augum frá jörðu?Svarið er tvímælalaust já; við getum vel séð gervihnetti og þurfum ekki kíki til. Samkvæmt tölum frá NASA fyrir árið 2000 voru um 2700 starfhæf gervitungl á braut um jörðu og þar fyrir utan eru þúsundir an...

Fleiri niðurstöður