Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1276 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvað er 238.856 mílur margir kílómetrar?

Ein bresk míla (mi; e. statute mile) er 1,609 kílómetrar. Því eru 238.856 mi = 238.856 mi * 1,609 km/mi = 384.401 km. Ein sjómíla er hins vegar 1,852 kílómetrar og því eru 238.856 sjómílur = 442.361,3 kílómetrar. Á þessari vefsíðu er forrit sem umreiknar milli hinna ýmsu mælieininga, þar á meðal mílna og kíl...

category-iconTrúarbrögð

Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun.

Aparnir þrír eru yfirleitt taldir japanskir. Eitt frægasta líkneskið af þeim er að finna í Toshogu-musterinu í Nikko í Japan sem byggt var á 17. öld. Þar er tréútskurður af þeim á hinu svokallaða Yomeimon-hliði (sjá mynd). Aparnir heita á japönsku Mi-zaru („Sjá ekki”), Kika-zaru („Heyra ekki”) og Iwa-zaru („Seg...

category-iconStjórnmálafræði

Hafa konur í Mið-Austurlöndum kosningarétt?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvar í heiminum er það algengast að konur hafi ekki kosningarétt? Í hvaða löndum hafa konur ekki kosningarétt? Ekki er til ein og algild skilgreining á því hvaða lönd teljast til Mið-Austurlanda. Afmörkunin getur að einhverju leyti farið eftir samhenginu eða forsendum hverju s...

category-iconSálfræði

Hver er Jerome S. Bruner?

Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?

Eins og í öðru erfðaefni er tíðni stökkbreytinga í SARS-CoV-2-veirunni lágur. Áætlað er að við eftirmyndun erfðaefnisins verði mistök í um einu af milljón skiptum, það er stökkbreytingartíðnin í hverju basaseti (e. nucleotide position) er ~10-6 fyrir hverja eftirmyndun. Líklegt er að veiran eftirmyndist að mi...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?

Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?

Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?

Til eru ýmsar kenningar um uppruna merkisins, $, sem oft er kallað dollaramerki. Merkið sjálft er mun eldra en gjaldmiðill Bandaríkjanna. Einna líklegast þykir að það sé afbökun á tölunni 8 og hafi upprunalega verið notað til að vísa til spænskrar myntar. Verðmæti myntarinnar var einn pesói sem skiptist í átta ría...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?

Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi. Hún hefur skrifað fj...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?

Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991. Í fyrstu voru rannsóknir hans einkum á sviði hreyfinga í meltingarvegi en síðar sneri Einar sér að rannsóknum á ýmsum lifrarsjúkdómum. Hreyfingar í maga- og skeifugörn og áhrif hækkaðs blóðsykurs, insúlíns og lyfja á hreyfingarmunstur í ef...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Ólafur S. Andrésson rannsakað?

Ólafur S. Andrésson er prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann fæst einkum við rannsóknir á sambýli sveppa og blágrænbaktería í fléttum, hvernig slík sambýli verða til í náttúrunni og hvaða sameindir og eðlisþættir einkenna þau. Fléttur (skófir, hreindýramosi, fjallagrös o...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað?

Dóra S. Bjarnason var prófessor í félagsfræði og fötlunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar voru einkum á sviði félagsfræði menntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar, sögu og afrakstri sérkennslu, jaðarsetningu fatlaðs fólks, og á reynslu þriggja kynslóða fatlaðra...

category-iconMálvísindi: almennt

Er til svokallað álfamál?

Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt fara jarðskjálftar?

Upprunalega spurningin var: Hvað eru skjálftar lengi á leiðinni? (Hve hratt ferðast þeir?) Þetta er ágætis spurning og eðlilegt að margir velti henni fyrir sér nú þegar mikil jarðskjálftahrina gengur yfir á Reykjanesskaga. Fljótustu jarðskjálftabylgjurnar kallast P-bylgjur. Hraði þeirra í efri lögum jarðs...

category-iconSálfræði

Hverjar eru helstu uppeldis- og menntahugmyndir Jerome S. Bruners?

Kennismiðir innan uppeldis- og menntunarfræða hafa sjaldan komið fram með árangursríkar og hagnýtar hugmyndir um kennslu. Yfirleitt hafa þeir haldið sig við kenningarnar. Undantekning var þó Þjóðverjinn Jóhann Friedrich Herbart sem kynnti til sögunnar kennsluaðferðir á 19. öld, sem grundvölluðust á formfestu. John...

Fleiri niðurstöður