Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?

Nanna Kristjánsdóttir

María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið.

Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hversu gömul María var þegar hún átti Jesú, en fræðimenn hafa dregið þá ályktun út frá hefðum samtíma hennar að hún hafi líklega verið 12-14 ára gömul. Í Lúkasarguðspjalli kemur fram að María hafi verið nýtrúlofuð trésmiðnum Jósef þegar erkiengillinn Gabríel birtist henni og færði henni þær fregnir að hún væri útvalin til að ganga með barn Guðs. María varð hrædd og undrandi og spurði Gabríel:

„Hvernig má þetta verða, þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?“

Og engillinn sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs.“

María varð þannig þunguð og fæddi Jesú Krist níu mánuðum síðar, en kristnir menn halda jólin hátíðleg í tilefni þess 25. desember ár hvert.

Annunciazione, málverk eftir Leonardó da Vinci sem sýnir þegar Gabríel birtist Maríu (1472-1475.)

Hefð var fyrir því meðal gyðinga á fyrstu öld fyrir Krist að stúlkur væru lofaðar um leið og þær urðu kynþroska. Aldur Maríu er þannig áætlaður út frá þeim aldri sem algengast er að blæðingar hefjist. Algengt var að stúlkur gengju í hjónaband um 14 ára aldur, og því hefur María líklegast ekki verið mikið eldri en það þegar hún varð þunguð.

Boðunardagur Maríu, einnig kallaður Maríumessa á lönguföstu, er haldinn 25. mars ár hvert, níu mánuðum fyrir jól. Dagurinn var mikil hátíð í kaþólskum sið, og var haldinn hátíðlegur hér á landi langt eftir siðaskipti.

Heimildir:

Mynd:

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvað var María Mey gömul þegar Guð „barnaði“ hana?
  • Hver er María mey?
  • Höfundur þakkar Haraldi Hreinssyni aðjúnkt á menntavísindasviði fyrir yfirlestur og ábendingar.

    Höfundur

    Útgáfudagur

    31.8.2021

    Spyrjandi

    Yngvi Þór Geirsson, Tinna Ingólfsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir

    Tilvísun

    Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?“ Vísindavefurinn, 31. ágúst 2021. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77404.

    Nanna Kristjánsdóttir. (2021, 31. ágúst). Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77404

    Nanna Kristjánsdóttir. „Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?“ Vísindavefurinn. 31. ágú. 2021. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77404>.

    Chicago | APA | MLA

    Spyrja

    Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

    Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

    Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

    Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

    Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

    Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

    =

    Senda grein til vinar

    =

    Hvað var María Mey gömul þegar hún átti Jesú?
    María mey, einnig kölluð María guðsmóðir, var eftir því sem fram kemur í Lúkasar- og Matteusarguðspjöllum Nýja testamentisins móðir Jesú frá Nasaret, sem samkvæmt kristinni trú er sonur Guðs og sá messías sem Gamla testamentið spáði fyrir um að myndi frelsa mannkynið.

    Í Biblíunni kemur hvergi fram nákvæmlega hversu gömul María var þegar hún átti Jesú, en fræðimenn hafa dregið þá ályktun út frá hefðum samtíma hennar að hún hafi líklega verið 12-14 ára gömul. Í Lúkasarguðspjalli kemur fram að María hafi verið nýtrúlofuð trésmiðnum Jósef þegar erkiengillinn Gabríel birtist henni og færði henni þær fregnir að hún væri útvalin til að ganga með barn Guðs. María varð hrædd og undrandi og spurði Gabríel:

    „Hvernig má þetta verða, þar eð ég hef ekki karlmanns kennt?“

    Og engillinn sagði við hana: „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta mun yfirskyggja þig. Fyrir því mun og barnið verða kallað heilagt, sonur Guðs.“

    María varð þannig þunguð og fæddi Jesú Krist níu mánuðum síðar, en kristnir menn halda jólin hátíðleg í tilefni þess 25. desember ár hvert.

    Annunciazione, málverk eftir Leonardó da Vinci sem sýnir þegar Gabríel birtist Maríu (1472-1475.)

    Hefð var fyrir því meðal gyðinga á fyrstu öld fyrir Krist að stúlkur væru lofaðar um leið og þær urðu kynþroska. Aldur Maríu er þannig áætlaður út frá þeim aldri sem algengast er að blæðingar hefjist. Algengt var að stúlkur gengju í hjónaband um 14 ára aldur, og því hefur María líklegast ekki verið mikið eldri en það þegar hún varð þunguð.

    Boðunardagur Maríu, einnig kallaður Maríumessa á lönguföstu, er haldinn 25. mars ár hvert, níu mánuðum fyrir jól. Dagurinn var mikil hátíð í kaþólskum sið, og var haldinn hátíðlegur hér á landi langt eftir siðaskipti.

    Heimildir:

    Mynd:

    Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvað var María Mey gömul þegar Guð „barnaði“ hana?
  • Hver er María mey?
  • Höfundur þakkar Haraldi Hreinssyni aðjúnkt á menntavísindasviði fyrir yfirlestur og ábendingar....