Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7928 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Hverjar voru músunar og fyrir hvað stóðu þær?

Músunar voru skáldagyðjur í grískum goðsögum. Þær voru dætur Seifs og Mnemosynu, gyðju minnis. Þessar gyðjur vísinda og lista voru níu talsins: Kallíópa, Klíó, Erató, Evterpa, Melpómena, Polyhymnía, Terpsikora, Þalía og Úranía. Eins og sjá má hér að neðan var hver og ein þeirra fulltrúi ákveðins sviðs lista og vís...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?

Lítið sem ekkert hefur fundist af beinaleifum katta við fornleifarannsóknir á Íslandi og þeirra er ekki víða getið í fornum heimildum eins og Gunnar Karlsson kemur inn á svari sínu við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?

Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virka ormagöng?

Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem ekki hafa fundist í náttúrunni. Hugmyndin um þau kom upp í tengslum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni Með ormagöngum er yfirleitt átt við tengingu á milli tveggja staða í okkar alheimi. Með því að fara inn um annan endann, sem væri svarthol, mætti hugsanlega koma ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru blóm í mörgum litum?

Litir blómplantna hafa orðið til vegna tugmilljón ára samþróunar blómplantna og þeirra dýra sem þær reyna að laða að sér. Litskrúðugar blómplöntur eiga meiri möguleika á að laða til sín dýr sem sjá þá um frævun plöntunnar. Fjöldi plantna af öllum stærðum og gerðum eru til og blómin geta verið ótrúlega litskrúðug. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur sjórinn alltaf verið saltur?

Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?

Kalksvifþörungar (Coccolithophore) finnast í efstu lögum sjávar. Þeir teljast til svokallaðra frumframleiðenda, það er þeir mynda flókin lífræn efni úr einföldum ólífrænum efnum við ljóstillífun. Lífverur eins og kalksvifþörungar og aðrir hópar sviflægra þörunga, til dæmis skoruþörungar (Dinophyceae) og kísilþörun...

category-iconHeimspeki

Af hverju getum við ekki allt?

Við getum ekki gert allt af þeirri einföldu ástæðu að við erum einungis mannleg. Meðal annars getur líkami okkar ekki ráðið við öll þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur. Þar mætti nefna hluti eins og að fljúga eða að anda í vatni. Einnig á maðurinn erfitt með að hugsa um mjög flókna hluti en segja má a...

category-iconLandafræði

Hver er höfuðborg Bretlands? Hve margir búa þar og hve stór er hún?

Eins og segir í svari EDS við spurningunni Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman? er „Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd.“ Breska konungsfjölskyldan hefur aðsetur í Buckingham-höll. Höfuðborg Bretlands heitir London eða Lundúnir en b...

category-iconHagfræði

Væri hægt að bjarga efnahag heimsbyggðarinnar með því að flytja loftstein úr gulli til jarðarinnar? - Myndband

Það sem er helst áhugavert við þetta frá sjónarhóli hagfræðinnar er sú einfalda staðreynd að það er engin þörf á öllu þessu gulli á jörðinni. Það er til meira en nóg af gulli og megnið af því sem hefur verið grafið úr jörðu er algjörlega gagnslaust, rykfellur bara í bankahvelfingum. Jörðin yrði því ekki í neinu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað hefur nýburi sem vegur 16 merkur eða 4 kg mikið magn af blóði í líkamanum?

Til að reikna út blóðmagn í nýbura er eftirfarandi jafna notuð: $$~\text{Áætlað blóðrúmmál}$$ $$= ~\text{þyngd (kg)} \cdot ~\text{meðalblóðrúmmál (á hvert kg).}$$Meðalblóðrúmmál fyrir fullburða nýbura er um 80 mL/kg en meðalblóðrúmmál fyrir fyrirbura er um 95 mL/kg. Þó er rétt að geta þess að heimildir gefa ekki ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur meðalkind eignast mörg lömb um ævina ef hún lifir þennan venjulega lífstíma?

Það eru ýmsir þættir sem spila inn í þegar talað er um heildarfrjósemi áa á líftíma þeirra og þá helst hversu gamlar ærnar verða og frjósemi þeirra ár hvert. Við verðum því að gefa okkur ýmsar forsendur til þess að svara þessari spurningu og hafa í huga að niðurstaðan verður ekki nákvæm og endanlega tala heldur ge...

category-iconVísindavefurinn

Í hvaða sæti var Vísindavefurinn yfir vinsælustu vefi landsins árið 2012?

Á vef Modernus má finna ýmsar tölulegar upplýsingar um þá vefi sem taka þátt í samræmdri vefmælingu. Vikulega birtir vefurinn lista yfir vinsælustu vefi landsins. Á vefnum má einnig finna árslista yfir vinsælustu vefi landsins. Listinn sýnir meðal annars meðaltalsfjölda notenda á viku og þar situr Vísindavefurinn ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvenær var fyrsta geimskipið búið til?

Fyrsta geimfarið var smíðað um 1960 og skotið á loft þann 12. apríl 1961. Það hét Vostok 1 og var hluti af Vostok-áætlun Sovétmanna. Um borð var sovéski geimfarinn Júríj Alexejevítsj Gagarín (1934-1968). Orðið vostok þýðir 'austur' eða 'Austurlönd'. Áður höfðu Sovétmenn skotið á loft fyrsta gervitunglinu sem fó...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar brandarar eru „fimmaurabrandarar“?

Orðið brandari er upphaflega tökuorð úr dönsku brander. Dæmi eru um orðið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá því snemma á 20. öld. Dæmi um fimmaurabrandara í merkingunni ‛aulafyndni, léleg fyndni’ finnast í safninu og eins á timarit.is frá miðri 20. öld. Á þeim tíma höfðu fimm aurar, eða fimmeyringurinn,...

Fleiri niðurstöður