Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7929 svör fundust
Gæti hugsast að Breiðafjörður dragi nafn sitt af Snæfellsjökli?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaðan kemur nafnið Breiðafjörður og af hverju er það dregið? Í íslensku er til fágæta orðið breði sem hefur merkinguna jökull. Í fornum ritum kemur þetta orð aðeins einu sinni fyrir og síðan varla aftur fyrr en á 20. öld. Í norsku er orðið breen (ísl. breðinn) einkum notað um ...
Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?
Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þur...
Hver er uppruni orðsins salerni?
Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:793) er flettan salerni og orðið sagt merkja ‘náðhús, klósett’. Hann telur orðið leitt af salur ‘stór stofa ...’ með viðskeytinu -erni. Að öðru leyti telur hann uppruna ekki öruggan og segir: Af salur (< *sali-z) er forn víxlmynd *salaz-/*saliz- (es/...
Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?
Hestar sem eru kallaðir albínóar, eða litleysingjar á íslensku, eru í raun ekki litleysingjar samkvæmt nákvæmustu skilgreiningu orðsins þar sem þeir bera alltaf eitthvað litarefni í sér. Hjá hestum eru nokkur erfðavísasæti sem ráða lit þeirra. Eitt þeirra er svokallað C-sæti. Í því geta komið fyrir tvenns konar ge...
Hvers konar hljóð gefa hýenur frá sér?
Hýenur skiptast í fjórar tegundir sem ekki gefa allar frá sér jafn mikil eða sambærileg hljóð. Svarið hér á eftir á því aðeins við um blettahýenur (Crocuta crocuta) en hljóð þeirra hafa verið nokkuð rannsökuð. Oft er talað um að hljóð hýena minni á hlátur þær gefa einnig frá sér ýmis konar önnur hljóð sem eru meir...
Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?
Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti. Það...
Hvers vegna eru airsoft-loftbyssur bannaðar á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru airsoft-byssur (loftbyssur) bannaðar á Íslandi en leyfðar í öðrum löndum í Evrópu? Væri ekki hægt að vera með airsoft-íþróttafélag? Svonefndar airsoft-byssur eru í sumum löndum notaðar í „skotvopnaleikjum“ sem svipar til litboltaleikja (e. paintball). Þessar by...
Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?
Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir. Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að h...
Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?
Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...
Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég á barnabarn sem er tveggja ára síðan í nóv. Móðir hans er frá Rúmeníu og talar við drenginn á rúmensku. Faðirinn er íslenskur og talar við barnið á íslensku. Drengurinn er búsettur í Danmörku og er í dönskum leikskóla og svo tala foreldrarnir ensku sín á milli. Getur barnið sýnt...
Hvaða lög gilda um lausagöngu og hirðingu búfjár?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvernig eru lögin um lausagöngu og hirðingu búfjár og hvenær tóku þau gildi? Og hver eru viðurlögin við brotum á þeim? Um það sem hér er spurt gilda lög um búfjárhald og lög um velferð dýra. Þessi lög tóku bæði gildi 1. janúar 2014 og komu í stað eldri laga um sama efni. ...
Hversu hratt fara jarðskjálftar?
Upprunalega spurningin var: Hvað eru skjálftar lengi á leiðinni? (Hve hratt ferðast þeir?) Þetta er ágætis spurning og eðlilegt að margir velti henni fyrir sér nú þegar mikil jarðskjálftahrina gengur yfir á Reykjanesskaga. Fljótustu jarðskjálftabylgjurnar kallast P-bylgjur. Hraði þeirra í efri lögum jarðs...
Hvað er frumstæð kvika og hvað er þróuð kvika?
Þegar jarðfræðingar tala um frumstæða kviku merkir það einfaldlega að efnasamsetning kvikunnar gefi til kynna að hún hafi borist af miklu dýpi án þess að staldra við í jarðskorpunni á leið sinni upp á yfirborðið. Þróuð kvika er síðan andstæðan, það er kvika sem hefur stöðvast um hríð á nokkru dýpi í jarðskorpun...
Verpir krían líka á suðlægum slóðum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Verpir krían líka á suðlægum slóðum sem hún heimsækir þegar vetur ríkir á Íslandi? Krían (Sterna paradisaea) verpir einungis á norðlægum svæðum í Evrópu og Asíu (Rússlandi), á vesturströnd Grænlands, austurströnd Kanada, heimskautaeyjum Kanada, í Alaska og norðarlega á austur...
Hvað getið þið sagt mér um Dalvíkurskjálftann 1934?
Laugardaginn 2. júní 1934 fannst mikill jarðskjálfti á Norðurlandi um klukkan 12:43 að íslenskum tíma, sem mældist 6,2 að stærð (MS).[1] Hans varð vart allt frá Búðardal í vestri að Vopnafirði í austri, en snarpastur var hann á Dalvík þar sem miklar skemmdir urðu. Mikið tjón varð einnig í öðrum byggðum næst skjálf...