Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7133 svör fundust

Hvenær var orðið gjálífi fyrst notað og hver er uppruni orðsins?

Orðið gjálífi ‘léttúðugt líferni’ þekktist þegar í fornu máli til dæmis í Stjórn, Maríu sögu og Heilagra manna sögum. Í fornmálsorðabókum er vísað í myndina gjólífi í sömu merkingu, nafnorðið gjó ‘léttúð, lausung’ og nafnorðið gjómaður ‘léttúðugur maður’ og virðist sú mynd eldri. Orðið gjálífi ‘léttúðugt lífer...

Nánar

Hvaðan er forskeytið húna í Húnaflóa komið?

Í heild hljóðar spurningin svona:Er til skýring á því hvaðan forskeytið húna er komið svo úr varð Húnaþing, Húnaver og Húnaflói? Orðið húnn ‚bjarndýrsungi‘ er talið vera í forlið þessara nafna. Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði...

Nánar

Hversu hár var minnsti maður á Íslandi?

Í fróðlegu svari Árna V. Þórssonar við sömu spurningu kemur fram að ekki er vitað með vissu hversu hár minnsti maður Íslands er eða hefur verið. Hins vegar er lágvaxnasta fullorðna manneskjan sem vitað er um hollenska stúlkan Pauline Musters sem var kölluð Pálína prinsessa. Hún fæddist í Hollandi árið 1876 e...

Nánar

Hvaðan er orðið rasismi komið?

Orðið 'rasismi' er tökuorð og margir nota í staðinn til dæmis orðið kynþáttahyggja, að minnsta kosti þegar það á við. Rasisminn er hliðstæður tökuorðinu 'rasi' sem er yfirleitt þýtt sem kynþáttur. Tökuorðin eru upphaflega komin úr dönsku: 'race' (framborið 'rase') og 'racist' (frb. 'rasist). Margir munu nú á dö...

Nánar

Af hverju er vatnið blautt?

Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við sömu spurningu segir meðal annars:Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segj...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um dýralíf í Svíþjóð?

Dýralíf Svíþjóðar líkt og annarra landa Skandinavíu tilheyrir hinni útbreiddu barrskógafánu. Í langflestum tilvikum nær útbreiðslusvæði tegundanna sem búa þar langt austur til Síberíuhásléttunnar. Alls eru 65 tegundir landspendýra í Svíþjóð og er engin þeirra einlend (e. endemic) í landinu. Af spendýrategundum...

Nánar

Hver er saga hirðfífla?

Í Snöru má finna skilgreiningu á hirðfífli: trúður, maður sem skemmtir hirðfólki með skrípalátum. Hægt er að rekja sögu hirðfífla allt aftur til Forn-Egypta, eða til fimmtu keisaraættar Egyptalands sem var við völd frá 2494-2345 f.Kr. Á þeim tíma voru Pygmýar frá Afríku vinsælir sem hirðfífl. Þá voru hirðfífl vi...

Nánar

Á hverju byggist munklífi?

Upprunalega spurningin var:Á hverju byggist munklífi? Hvaða verkefnum var sinnt í munka- og nunnuklaustrum á miðöldum? Er munka- og nunnuklaustur það sama? Allt frá fyrstu öldum kristni hefur gætt þeirrar hugsjónar að kristnum mönnum beri að líkja eftir lífi Krists og breytni á sem bókstaflegastan hátt. Nefna m...

Nánar

Er hægt að mjólka hvali og selja úr þeim mjólkina?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er hægt að mjólka hval? Eru einhverjir sem selja hvalamjólk? Áður en þessari spurningu er svarað er rétt að útskýra fyrst hvalaspenann. Eins og aðrar spendýramæður hafa hvalamæður spena. Speninn er að vísu ekki sýnilegur nema þegar hann er örvaður. Spenarnir eru tveir og st...

Nánar

Er hægt að klóna látin gæludýr hjá einhverjum stofnunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru til stofnanir sem klóna látin heimilisdýr? Svarið við þessari spurningu fer dálítið eftir því hverrar tegundar gæludýrið er. Í raun er afar einfalt að klóna klófroska og kindur, hundar og kettir eru viðráðanlegir en ómögulegt er að klóna skjaldbökur og ranabjöllur. ...

Nánar

Gætu ísbirnir lifað á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Gætu ísbirnir lifað og þrifist á Íslandi? Kjörveiðilendur hvítabjarna (Ursus maritimus) eru ísbreiður þar sem gnótt er af sel. Ef horft er til dreifingar hvítabjarna á norðurslóðum þá fylgir hún ísbreiðunni í Kanada, Síberíu, Grænlandi og svo nyrstu eyjum íshafsins. Þar getur ...

Nánar

Hvaða áhrif hefur svifryk á heilsu fólks?

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati stofnunarinnar er hægt að rekja allt að sjö milljón dauðsföll á ári til loftmengunar og talið er að flest þeirra orsakist af fínu svifryki (IARC, 2013; WHO, 2016, 2017; HEI, 2017). Svifryk, sem...

Nánar

Af hverju er snjórinn hvítur?

Sýnilegt ljós spannar öldulengdarbilið 400 - 700 nanometrar (nm: nanómetri er einn milljónasti hluti úr millimetra). Geislun á stystu öldulengdunum skynjum við sem blátt ljós, þá tekur við grænt og gult og á þeim lengstu sem rautt ljós. Blöndu af geislun á öllum öldulengdum í álíka styrk skynjum við sem hvítt ljó...

Nánar

Er allt krabbamein lífshættulegt?

Einfalt og fljótlegt svar við þessari spurningu er nei. En við skulum líta örlítið nánar á þetta og þá blasir strax við að mikill munur er milli mismunandi tegunda krabbameina. Langt er síðan farið var að líta svo á að þær tegundir krabbameina sem helst leggjast á börn og ungt fólk séu læknanlegar. Þetta á til...

Nánar

Fleiri niðurstöður