Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6534 svör fundust

Mega hundar éta kattamat?

Stutta svarið er að hundar geta lifað á kattamat, en ef hann er uppistaðan í fæðu þeirra um lengri tíma gæti það leitt af sér heilsufarsvanda. Gæludýrafóður er þróað með næringarþörf viðkomandi dýra að leiðarljósi. Hundar eru í eðli sínu alætur en kettir eru hins vegar kjötætur frá náttúrunnar hendi. Næringarþö...

Nánar

Af hverju er þvag gult?

Þvag er venjulega gult eða gulbrúnt að lit og má rekja lit þess til svokallaðra galllitarefna sem myndast í lifrinni. Gula galllitarefnið gallrauða er losað út í smáþarmana en þegar það berst í ristilinn eru bakteríur sem breyta því í annað efni sem kallast úróbílónógen. Hluti af úróbílónógeninu berst í þvag þa...

Nánar

Eru graður og græða af sama orðstofni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svon: Eru lýsingarorðið graður og sögnin að græða af sama orðstofni og hvenær birtast þau fyrst í tungumálinu? Lýsingarorðið graður ‘ógeltur, kynólmur, lostafullur’ er samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:271) skylt orðum í grannmálunum eins í f...

Nánar

Hvernig eru kanínur gerðar ófrjóar?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Dóttir mín er í sjálfboðavinnu í kanínukoti sem er að bjarga villikanínum í Elliðaárdal. Hún er núna að keyra þær í aðgerð, bæði kvendýr og karldýr, og okkur langar að vita hvernig þær aðgerðir eru framkvæmdar bæði á karldýrum og kvendýrum. Allir alltaf að flýta sér og forðast of...

Nánar

Hvaðan kemur máltækið „hver hefur sinn djöful að draga“?

Máltækið hver hefur sinn djöful að draga merkir ‘allir þurfa að glíma við erfiðleika’ og þekkist frá fyrri hluta 18. aldar samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Djöfull vísar alltaf til einhvers sem er neikvætt og eru fjölmörg dæmi í Nýja testamentinu um að menn þurfi að gæta sín á því að láta djöfulinn ekki ...

Nánar

Hvenær gat orðið frændi merkt vinur?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvenær gat orðið frændi merkt vinur? Gat það haft þessa merkingu á 18. og 19. öld? Orðið frændi var í fornu máli notað um nána ættingja eins og bróður eða son en einnig um vin. Það á sér skyld orð í Norðurlandamálum eins í færeysku frænde, ættingi, vinur, dönsku frænde ‘ættingi...

Nánar

Af hverju lifa fiskar í vatni?

Ef fiskar lifðu á landi þá myndu þeir væntanlega líta allt öðruvísi út en þeir fiskar sem við þekkjum í dag. Þá hefðu þeir nefnilega aðlagast lífi á landi og það er alls ekki víst að við mundum kalla þá fiska! Engu að síður geta sumir fiskar lifað á landi um stundarsakir, en það eru eingöngu fiskar sem hafa einhve...

Nánar

Hvað er að vera dannaður og hver er uppruni orðsins?

Lýsingarorðið dannaður er tökuorð úr dönsku, dannet, (sjá til dæmis Den danske ordbog á vefnum ordnet.dk) og var mest notað á 19. öld. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:205) er skýringin „sem kann að haga sér á heimsvísu, hefur tamið sér siði og hætti heldra fólks (einkum embættis- og borgarastéttar í útlöndum...

Nánar

Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?

Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...

Nánar

Hvaða klíðir er átt við þegar einhver er í miðjum klíðum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað er klíð eða klíðir eins og í „ég er í miðjum klíðum“ (við tiltekna athöfn) og tengist það eitthvað klíðinu í hveitiklíði? Orðið klíð merkir ‘vefjarstykki, það sem ofið er í einu stykki’. Orðatiltækið í miðjum klíðum merkir þá að ‘hætta við eitthvað í miðju kafi...

Nánar

Af hverju er ekki hægt að standa á skýjunum?

Eins og útskýrt er í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni 1) Af hverju myndast ský og 2) af hverju falla þau ekki til jarðar? þá eru ský ekkert annað en vatn sem hefur gufað upp úr höfum og vötnum og þést þegar það hefur komið ofar í lofthjúpinn þar sem er kaldara. Í skýjum er oft uppstreymi lofts. Vatns...

Nánar

Hvers konar strik er sett í reikninginn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...

Nánar

Hvers konar dýr eru flugfiskar og geta þeir í raun flogið?

Eiginlegir flugfiskar eru fiskar af ættkvíslinni Exocoetus. Um er að ræða fimm tegundir sem eiga heimkynni sín í Suðurhöfum. Tegundirnar heita: Exocoetus gibbosus - úthafsflugfiskurinn Exocoetus monocirrhus – barbel-flugfiskurinn Exocoetus obtusirostris - tvívængjaði úthafsflugfiskurinn Exocoetus volitans - ...

Nánar

Hvernig tala menn í belg og biðu?

Orðasambandið í belg og biðu er fyrst þekkt á 19. öld samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans en það gæti vel verið eitthvað eldra. Í dæminu er það notað með sögninni að þylja. Sambandið merkir ‘hugsunarlaust, í samfelldri bunu, í hrærigraut’ og er notað með ýmsum sögnum eins og lesa, læra, tala. Sennilegt er...

Nánar

Fleiri niðurstöður