Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru samlegðaráhrif?

Með samlegðaráhrifum er átt við það þegar einn þáttur í tiltekinni starfsemi styður annan. Sem dæmi má nefna þegar tvö fyrirtæki sem starfa á sitthvoru sviðinu sameinast og við það annaðhvort lækkar heildarkostnaður eða heildartekjur aukast. Á ensku er ýmist talað um synergy eða economics of scope. Við getum ti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið edrú?

Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli. Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum. Orðið er s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið í háa herrans tíð?

Lýsingarorðið hár hefur fleiri en eina merkingu en í sambandinu há tíð hefur það í sér fólgna lengdarmerkingu, það er ‘mjög lengi, langalengi’. Orðið herra hefur merkinguna ‘húsbóndi, yfirmaður, en er einnig notað sem stöðutitill. Þannig má líta á merkinguna þegar talað er um herrann Jesús í sálminum alkunna eftir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?

Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...

category-iconVísindafréttir

Samstarf um stjórnarskrána

Rannsóknaverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrágerð og Vísindavefurinn hafa stofnað til samstarfs um stjórnarskrármál. Nýlega skiluðu forystukonur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá undirskriftum 43.423 íslenskra borgara þar sem þess er krafist að Alþingi „virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 o...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er splæst gen?

Hér er jafnframt svarað spurningu Þórnýjar Haraldsdóttur, Hverjar eru helstu nýjungar í notkun splæstra DNA?Þegar talað er um splæst gen er yfirleitt átt við það að gen hafi verið einangrað úr erfðaefni lífveru og skeytt saman við DNA-genaferju sem síðan er látin flytja genið inn í lifandi frumur. Genaferjurnar er...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er áfallastreita, hvernig fá menn hana og geta geðraskanir fylgt henni?

Talað er um áfallastreitu þegar manneskja hefur orðið fyrir skelfilegri lífsreynslu, svo sem líkamsárás eða nauðgun, og sýnir viðbrögð eins og hjálparleysi, ótta eða hrylling. Áfallastreitan líður síðan oftast hjá og er ekki flokkuð sem geðröskun. Áfallastreituröskun (e. post-traumatic stress disorder, PTSD) f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?

Nafnorðið forkunn merkir ‛ágæti, snilld’ og í eldra máli einnig ‛löngun, þrá’. Eignarfallið forkunnar- er notað sem áhersluliður lýsingarorða, langoftast í jákvæðri merkingu. Dæmi: forkunnarfagur, forkunnarfríður, forkunnarglaður, forkunnargóður og mörg fleiri. Eignarfallið forkunnar- er notað sem ...

category-iconHugvísindi

Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Það fer líklega eftir stemningunni hverju sinni hvernig fólk vill bera orðið stemning fram. Í Íslenskri orðabók frá Eddu er tvenns konar ritháttur á orðinu tilgreindur. Annars vegar stemning með einu m-i og n-i og hins vegar stemming með tveimur m-um og án n. Stemning merkir skap, geðblær eða einhvers konar hug...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er fræðiheitið um "meltibólur" og um "niðurbrot stórsameinda"?

Erlenda fræðiheitið á meltibólum er lysosomes. Meltibólur innihalda ensím sem brjóta niður úr sér gengin frumulíffæri og stórsameindir auk þess að brjóta niður agnir frá yfirborði frumunnar sem eru teknar inn í frumuna með innfrumun (endocytosis). Inni í þessum meltibólum er mjög súrt umhverfi sem hjálpar til við ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi?

Dýralíf í Mið-Austurlöndum má muna sinn fífil fegurri enda hafa þurrkar og uppblástur leikið svæðið grátt, auk þess sem rányrkja mannsins hefur verið stunduð þar í þúsundir ára. Þegar heimildir um dýralíf á tímum Krists eru lesnar sést hversu miklar breytingar hafa orðið á dýralífi Mið-Austulanda fram til okkar da...

category-iconMálvísindi: almennt

Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?

Upphafleg spurning var: Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ? Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmy...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að orðin mæðgur, mæðgin og feðgar, feðgin, séu aðeins til í íslensku?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Eftir töluverða leit og samtöl við fólk frá hinum ýmsu löndum, bæði nær og fjær sýnist mér ekkert tungumál hafa orðin mæðgur, mæðgin, feðgar, feðgin. Það er hægt að finna feðgar í gömlum sænskum texta og á rúnasteinum. Veistu eitthvað um þessi orð? Talsvert er til í því en...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um umfjöllun á Íslandi um bækur Lord Dufferins um Íslandsferðir?

Ferðabók Dufferins lávarðar, Letters from High Latitudes, um för hans til Íslands og norður í höf árið 1856 er líklega eitt vinsælasta rit í hópi ferðasagna frá Íslandi. Bókin kom út í yfir 40 útgáfum á fimm tungumálum. Íslensk þýðing Hersteins Pálssonar, Ferðabók Dufferins lávarðar, kom út árið 1944. Ferð Duff...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er mafía og er hún til á Íslandi?

Mafía er orð yfir leynileg glæpasamtök sem eiga rætur að rekja til Sikileyjar á miðöldum. Hugsanlegt er talið að mafían hafi í fyrstu verið stofnuð til að vinna gegn erlendum yfirráðum á eyjunni. Um aldamótin 1900 barst mafían til Bandaríkjanna með ítölskum innflytjendum sem voru tengdir glæpasamtökunum. Ýmsar...

Fleiri niðurstöður