Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 838 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?
Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn. Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrát...
Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg. Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að by...
Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?
Svarta mamban (Dendroaspis polylepis) er eitraður snákur, sá næst lengsti sem til er. Fullorðin dýr geta orðið rúmlega 4 metra löng. Svartar mömbur geta verið mjög árásargjarnar og enginn snákur fer eins hratt yfir og þær. Þær geta skriðið á allt að 23 kílómetra hraða á klst! Reyndar eru svörtu mömburnar afar kjar...
Hvenær varð grísk heimspeki til?
Fyrsti gríski heimspekingurinn sem sögur fara af var Þales frá Míletos sem sést hér til vinstri. Míletos var grísk borg á svæði sem nefndist Jónía í Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland. Þales fæddist að öllum líkindum í kringum árið 625 f. Kr. en lítið er vitað um ævi hans og engin rit eru varðveitt eftir hann....
Af hverju er gull svo verðmætt?
Upphaflega ástæðan til þess að gull varð verðmætt er sú að það er sjaldgæft í náttúrunni, en þó ekki sjaldgæfara en svo að menn vissu að það var til. Menn hafa einnig tekið snemma eftir því að það fellur ekki á þennan málm; hann breytist afar hægt með tímanum við venjulegar aðstæður, en járn ryðgar, spanskgræna fe...
Hvernig varð rafmagn til?
Rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi og það er til dæmis vel sýnilegt í eldingum. Rafhleðsla finnst í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni, en yfirleitt eru hlutirnir óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki raf...
Hvernig og hvenær komu kanínur til Íslands?
Erfitt er að segja með fullri vissu hvenær kanínur komu fyrst til Íslands. Í Morgunblaðinu árið 1942 segir:Villtar kanínur hafa hafist við nú í nokkur ár í skógarkjarrinu í Saurbæjarhlíð á Hvalfjarðarströnd. Bóndinn á Litla-Sandi ól upp kanínur heima við bæ fyrir einum 10 árum síðan, en nokkrar þeirra sluppu frá h...
Hafa apar kímnigáfu?
Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...
Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?
Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæ...
Geta flóðhestur og nashyrningur eignast afkvæmi saman?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á flóðhestum og nashyrningum, eru þeir nógu líkir til að geta eignast afkvæmi? Í svari sama höfundar við spurningunni Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum? kemur fram að æxlun milli einstaklinga af ólíkum tegundum þekkist bæ...
Hversu lítið gat kemst stari í gegn um til að gera sér hreiður?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað má gatið vera stórt eða lítið svo starinn komist í gegn til að gera sér til hreiður? Of mikið nábýli við starann (Sturnus vulgaris) þykir lítt eftirsóknarvert því hann ber með sér fuglafló sem getur lagst á fólk og valdið óþægindum. Þess vegna fylgir því sjaldnast...
Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...
Hvaða tala er helmingi stærri en 20?
Rökréttasta svarið samkvæmt hlutfallareikningi yfirleitt væri 30. Samkvæmt gamalli íslenskri málvenju er svarið hins vegar 40. Þetta er óheppilegur ruglingur sem verður meðal annars til þess að menn veigra sér við að nota þetta orðalag. Jafnframt virðist sem gamla málvenjan sé á undanhaldi í þróun tungumálsins. ...
Hafa farið fram vísindalegar rannsóknir á því hvort strákar í grunnskóla fái meiri athygli í tímum en stelpur?
Erlendis hefur það talsvert verið rannsakað hvort kennarar veiti strákum meiri athygli en stelpum inni í skólastofunni. Í stuttu máli er niðurstaðan sú að strákar virðast vissulega fá meiri athygli kennara en stúlkur. Það er þó afar umdeilt hversu mikla athygli drengir fá fram yfir stúlkur, hvort sú athygli sé öll...
Getið þið sagt mér eitthvað um sögu Harvard-háskóla?
Harvard-háskóli í Cambridge, Massachusetts, á sér langa sögu og mun ég því aðallega fjalla um stofnun skólans og starfsemi hans fyrstu áratugina þar á eftir. Ítarlega umfjöllun um sögu skólans má til að mynda finna í bók Samuels S. Morisons, Three Centuries of Harvard. Harvard-háskóli (fyrst nefndur Harvard Col...